image description

Um InExchange

InExchange var stofnað í apríl 2008 með það að markmiði að gera rafræn viðskipti að raunhæfum kosti fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð. Árangurinn hefur verið frábær. Þúsundir fyrirtækja nota nú lausn InExchange, allt frá einyrkjum upp í stærstu fyrirtæki. InExchange hefur hlotið viðurkenningar fyrir lausnir sínar sem þykja bæði traustar og ódýrar.

InExchange á Íslandi er í eigu Miracle og InExchange AB í Svíþjóð.

Miracle var í maí 2013 valið Fyrirtæki ársins í árlegri könnun VR og starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Auk þess fékk Miracle viðurkenningu sem Framurskarandi fyrirtæki 2012 í greiningu CreditInfo en aðeins ríflega 1% skráðra hlutafélaga uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá slíka viðurkenningu.

Matsfyrirtækið Soliditet gaf nýlega InExchange AB í Svíþjóð hæstu einkunn, AAA, fyrir fjárhagslegan styrk og greiðslugetu. Eitt af skilyrðum fyrir slíkri einkunn hjá Soliditet er að fyrirtækið hafi verið í rekstri í 10 ár, en góð staða InExchange AB skilaði hæstu einkunn þrátt fyrir að fyrirtækið sé eingöngu 6 ára gamalt.

Það er því ekki ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðar fyrir InExchange og þá fjölmörgu samstarfsaðila sem treysta á þjónustu okkar.

image description

Umsagnir

 

meira
Work here
InExchange