image description
image description

Umsagnir

Afburða tækniþekking og góð þjónusta við viðskiptavini er ávalt höfð að leiðarljósi hjá InExchange. Við viljum frekar að þú heyrir það frá viðskiptavinunum en okkur sjálfum.

IsAm
“Við erum að senda rafræna reikninga með InExchange beint úr viðskipta- og bókhaldskerfinu okkar. Þjónusta InExchange er til fyrirmyndar og þá sjaldan eitthvað kemur upp er brugðist hratt og skjótt við.”
  Einar S Ingólfsson fjármálastjóri
HS Veitur
“Við sendum mikinn fjölda rafrænna reikninga með InExchange eReikningaprentaranum. Hann sparaði okkur að kaupa dýrar uppfærslur í viðskipta- og bókhaldskerfi okkar. Uppsetningin var afar einföld og tók mjög stuttan tíma. Þjónusta InExchange er í alla staði til fyrirmyndar og kostnaðurinn aðeins brot af því sem hann væri hjá öðrum.”
  Jónas Dagur Jónasson Umsjónamaður upplýsingakerfa
Stífluþjónustan
“Við erum að nota sölukerfi InExchange á vefnum. Okkur líkar frábærlega við kerfið og gefum út alla okkar reikninga með því. Það var alger draumur að geta lagt reikningaheftinu og ekki skemmd fyrir að þessi lausn er mun ódýrara en kaupa reikningseyðublöð og frímerki. Auk þess fáum við mjög góða yfirsýn yfir alla útgefna reikninga sem flýtir fyrir vsk útreikningum hjá okkur.”
  Þorsteinn Garðarsson framkvæmdastjóri
Hafnarfjörður
“Hafnarfjarðarbær og InExchange hafa átt í frábæru samstarfi við innleiðingu rafrænna reikninga. Starfsmenn InExchange einblína ekki bara á tæknina. Þeir hafa fullan skilning á því hvernig við vinnum best með viðskiptavinum okkar og eru alltaf boðnir og búnir til að aðstoða án þess að það kosti okkur hvítuna úr augunum. Við gefum fyrirtækinu því fullt hús stiga fyrir faglega og lipra þjónustu í alla staði.”
  Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri
Guðmundur Ragnar Ólafsson Innkaupastjóri
Ásbjörn Ólafsson
“Við sendum alla rafræna reikninga með eReikningaprentara InExchange . Helsti ávinningurinn sem við sáum var hvað uppsetningin gekk fljótt fyrir sig og hve einfalt var fyrir starfsmenn á skrifstofu og lagers að senda reiknkninga. Svo spillti það heldur ekki fyrir að kostnaðurinn var bara brot af því sem breytingar á viðskipta- og bókhaldskerfinu okkar hefðu kostað.”
  Sólveig Bentsdóttir fjármálastjóri
Fjársýsla ríkisins
“Fjársýsla ríkisins tekur á móti rafrænum reikningum frá InExchange fyrir fjölda stofnana. Samstarf Fjársýslunnar og InExchange hefur verið frábært og gott að eiga þá að, sérstaklega þar sem þeir hafa lausnir fyrir alla sem vilja senda rafræna reikninga.”
  Baldur Már Bragason verkefnastjóri
Eggert Kristjánsson
“Við sendum rafræna reikninga með eReikningaprentara InExchange. Við völdum þessa lausn vegna þessa að hún er ódýr, einföld og þægileg en síðast en ekki síst til að koma til móts við þá viðskiptavini okkar sem óska eftir reikningum á þessu formi. Samstarfið við InExchange hefur verið til fyrirmyndar.”
  Arndís Kristleifsdóttir gjaldkeri
ISS
“eReikningaprentari InExchange er frábær lausn fyrir okkur. Með honum getum við sent rafræna reikninga til allra þeirra viðskiptavina okkar sem þess óska. Þjónustan er til fyrirmyndar og ávallt brugðist hratt og vel við ef eitthvað kemur upp á.”
  Bragi Bragason fjármálastjóri
Kópavogur
“Síðan við tengdumst InExchange hefur fjöldi þeirra sem senda okkur rafræna reikninga margfaldast. Lausnir InExchange gera mörgum birgjum, sem ekki gátu áður sent okkur reikninga rafrænt, mögulegt að gera það. Þjónustan í þjónustuveri InExchange er til fyrirmyndar.”
  Hafdís Sigurðardóttir bókhald
Reykjavík
“Við hjá Reykjavíkurborg sendum og tökum á móti rafrænum reikningum með InExchange. Frábært að sjá hvað mikið af nýjum sendendum og móttakendum bætast við hjá þeim í hverjum mánuði.”
  Jónas Skúlason deildastjóri Borgarbókhalds