image description

Rafrænir reikningar í STÓLPA

Stólpi Viðskiptalausnir er samstarfsaðili InExchange.
Meðhöndlun rafrænna reikninga í Stólpa er einföld og þægileg. Reikningar eru sóttir og sendir til InExchange með einföldum hætti beint úr sölukerfi Stólpa. Sölukerfið er sérstaklega sniðið að þörfum helstu sveitarfélaganna svo tryggt sé að allar þarfir þeirra um meðhöndlun rafrænna reikninga sé uppfylltar. Aldrei hefur verið eins einfalt að stofna, senda og taka á móti rafrænum reikningum.
Nánari upplýsingar má finna á vef STÓLPA.

Frítt vefsölukerfi fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki

InExchange býður upp á frítt vefsölukerfi sem hentar vel einyrkjum og smærri fyrirtækjum. Þú getur skráð þig hér og byrjað að senda rafræna reikninga. Hægt er að senda allt að 100 reikninga á ári ókeypis. Ef þú þarft að senda fleiri reikninga þá býður InExchange upp á lausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja og stofnana. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.

Reykjavíkurborg hættir móttöku pappírsreikninga

Reykjavíkurborg hefur sent birgjum bréf þar sem þeim er tilkynnt að eingöngu verði tekið á móti rafrænum reikningum eftir 1. janúar 2015.
Smelltu hér til að skoða bréfið.

Rafrænir reikningar úr DK? Einfalt!

Ertu að nota DK og vilt senda rafræna reikninga?
InExchange reikningaprentarinn er ódýr og einföld lausn og virkar jafnt fyrir DK sem og önnur viðskiptakerfi sem þýðir að notendur DK hafa aðgang að stærsta neti fyrirtækja á Íslandi sem senda og taka á móti rafrænum reikningum. Með okkur nærðu til allra ríkisstofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja sem geta tekið við rafrænum reikningum.
Lausnin er þaulreynd á íslenska markaðinum og ein sú ódýrasta sem stendur til boða til að senda rafræna reikninga.
Hafðu samband í síma 415-1000 eða með tölvupósti á inexchange@inexchange.is.
Það kostar ekkert að spyrja!

Viltu fá frímerkið á 25 krónur?

Það kostar bara 25 krónur að senda rafrænan reikning með InExchange. Við höfum hjálpað þúsundum fyrirtækja, stórum og smáum að stórlækka kostnað við sendingu og móttöku reikninga. Þau fá aðgang að öllum lausnum okkar á sviði rafrænna reikninga. Með þeim má ná betri tökum á fjárstreymi fyrirtækisins og flýta öllu ferlinu, frá útgáfu reiknings til greiðslu. Um leið og þú tengist InExchange þá nærðu til allra fyrirtækja á Íslandi. Tengstu okkur einu sinni og náðu til allra. Svo einfalt er það.