image description

Samtenging skeytamiðlara

Net þeirra fyrirtækja sem eru tengd InExchange stækkar stöðugt. Í hverjum mánuði bætast hundruð nýrra fyrirtækja í Evrópu í hópinn sem sendir og tekur á móti rafrænum reikningum. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að ná til allra sinna birgja og kaupenda, óháð því hvort þeir séu tengdir InExchange eða öðrum skeytamiðlara.

Við vinnum með öllum sem hafa til þess burði

Ef þú getur á annað borð sent rafræna reikninga, áttu að geta sent þá til allra þinna viðskiptavina. Af þessari ástæðu hefur InExchange frá upphafi verið jákvætt gagnvart samvinnu við aðra skeytamiðlara - án reikigjalda og án vandræða.

Skeytamiðlarar

 • PriHandel
 • Husera
 • Liaison
 • Basware
 • Visma
 • Proceedo
 • EDB
 • Logiq AS
 • Tieto Enator
 • Swedbank
 • Itella Oy
 • Evenex
 • Advania

Reikigjöld

Fyrirtæki eiga alltaf að geta vitað nákvæmlega hvað það kostar að senda eða taka á móti rafrænum reikningi. Við styðjum gjaldfrjálsar sendingar milli skeytamiðlara til að tryggja viðskiptavinum okkar gagnsæjar verðskrár.