image description

Fréttir

Enn ein rós í hnappagat InExchange

11-12-2014
Þórður Erlingsson, eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins InExchange, var valinn athafnamaður ársins 2014 í Skaraborg-héraðinu í Svíþjóð af þarlendum samtökum atvinnulífsins. Þórður segir verðlaunin vera mikinn heiður.
Almenningur gat tilnefnt hvern sem er til verðlaunanna og valdi dómnefnd í kjölfarið fimm einstaklinga sem aftur var hægt að kjósa á milli. Var þetta gert í hverju héraði í Svíþjóð og verður sigurvegari síðar valinn úr þeirra hópi, sem hlýtur titillinn „Athafnamaður ársins“.

220 þúsund viðskiptavinir
InExchange sérhæfir sig í rafrænum reikningum fyrir fyrirtæki á netinu og vex hraðast allra netfyrirtækja í Svíþjóð þegar litið er til veltunnar. Fyrirtækið er með stóra markaðshlutdeild á öllum Norðurlöndum ásamt viðskiptavinum víða um heim. Um þúsund fyrirtæki bætast í kúnnahópinn á hverjum degi að sögn Þórðar en viðskiptavinirnir eru í dag alls 220 þúsund talsins. Þórður segir þjónustuna virka líkt og Facebook að því leyti að fyrirtæki geta sent hvort öðru „vinabeiðnir“ og í kjölfarið skipst á upplýsingum og greiðslum.
Þórður segir verðlaunin vera veitt þeim sem hafa áhuga á vexti „og við höfum ekki áhuga á neinu öðru. Við viljum byggja þjónustuna enn frekar upp og gera viðskiptin betri,“ segir hann.

Sjá frétt á mbl.is og viðtal við Þórð á vef Svenskt Näringsliv.

Reykjavíkurborg hættir að taka við pappírsreikningum 1. janúar nk.


29-08-2014
Reykjavíkurborg hefur sent birgjum bréf þar sem þeim er tilkynnt að eingöngu verði tekið á móti rafrænum reikningum eftir 1. janúar 2015. Bréfið í heild sinni er hér að neðan.

Bréf til birgja vegna rafrænna reikninga

Ágæti viðtakandi,
Þann 20. febrúar 2014 samþykkti borgarráð eftirfarandi yfirlýsingu:
Reykjavíkurborg mun frá og með 1. janúar 2015 eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi frá birgjum vegna vöru og þjónustu ef um er að ræða birgja sem senda Reykjavíkurborg reikninga reglubundið í hverjum mánuði. Birgjum sem eru í minni viðskiptum gefst kostur á aðlögun að þessari reglu til 30. júní 2015.
Kostir rafrænna reikninga eru ótvíræðir, þeir tryggja hraðari móttöku, rétta skráningu og bókun reikninga sem aftur tryggir réttar greiðslur á réttum tíma. Þá einfalda þeir til muna afstemmingu viðskiptareikninga og kostnaður við útsendingu þeirra er lægri en á reikningum á pappír.
Rafrænir reikningar eru umhverfisvænir og Reykjavíkurborg leggur mikla áherslu á græn skref og umhverfisvænar lausnir og vill vera í fararbroddi í þeim efnum. Ávinningur allra í ferlinu er því mikill.
Nú styttist í að þessar breytingar taki gildi og þurfa birgjar því að hefja undirbúning til að tryggja hnökralaus rafræn viðskipti.
Í meðfylgjandi tengli eru allar frekari upplýsingar um rafræna reikninga, formkröfur þeirra, tæknilegar upplýsingar og fleira.
http://reykjavik.is/sjalfvirkir-rafraenir-reikningar

Með von um góð rafræn samskipti,

Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Ríkið samþykkir eingöngu rafræna reikninga eftir 1. janúar 2015


10-02-2014

Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins

InExchange hefur verið tilnefnt til verðlauna í Svíþjóð í flokki tækifyrirtækja sem hafa vaxið hvað hraðast


11-11-2013

InExchange var tilnefnt 2011 í flokki vaxandi fyrirtækja (Rising Stars) sem höfðu starfað í þrjú til fimm ár. Núna höfum við enn á ný verið tilnefnd til verðlauna í flokki tækifyrirtækja sem hafa vaxið hvað hraðast. Að komast á listan er dýrmæt viðurkenning og okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut. Vinningshafar verða kynntir 12. nóvember í Moderna safninu í Stokkhólmi.
Frétt á heimasíðu InExchange (á ensku)
Nánari upplýsingar um verðlaunin eru á heimasíðu Deloitte (á sænsku)

Enn hækkar burðargjald hjá Íslandspósti


24-06-2012

Burðargjald hjá Íslandspósti fyrir bréf mun vera 120 krónur frá og með júlí næstkomandi. Verðið hefur rokið upp síðasta ár.

Sjá frétt Viðskiptablaðsins

Fréttaskýring: Hækka burðargjöld og minnka þjónustu


20-03-2012

Bréfasendingum hefur fækkað um allan heim á nýliðnum árum, fyrst og fremst vegna rafrænnar þróunar.

Sjá frétt á mbl.is

Beiðni um hækkun póstburðargjalds


05-03-2012

Íslandspóstur hefur lagt beiðni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um enn frekari gjaldskrárhækkun fyrir bréf innan einkaréttar.

Sjá frétt á mbl.is

Smáfyrirtækin skila mestu


02-03-2012

Í grein sem Thomas Möller skrifaði í Morgunblaðið fjallar hann um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þar segir m.a.

Thomas sagði að ekki átti allir sig á því að lítil og meðalstór fyrirtæki eru stærsti atvinnuveitandi á Íslandi og þau gegni þess vegna lykilhlutverki í atvinnulífinu. Þannig eru lítil og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn, um 99% fyrirtækja í landinu. Lætur nærri að þau séu um 27 þúsund með um 90 þúsund starfsmenn.
Sjá frétt á mbl.is

Fjársýsla ríkisins vill rafræna reikninga


24-02-2012

Á aðalfundi ICEPRO, sem haldinn var á miðvikudag á Hótel Sögu flutti Stefán Kjærnested varafjársýslustjóri erindi um markmið og dagsetningar um innleiðingu rafrænna reikninga hjá opinberum stofnunum.

„Við erum að undirbúa breytingu á rafrænum reikningum þannig að reikningarnir flæði þá inn til okkar og við þurfum ekki að vera að skrá þá,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag, spurður um þessi nýju markmið.

Í erindinu kemur fram að Fjársýsla ríkisins hefur sett fram það markmið að 1. janúar 2013 verði ríkisstofnunum heimilt að senda út rafræna reikninga og taka við þeim og að 1. janúar 2014 verði skylt að senda ríkinu rafræna reikninga.
Sjá frétt á mbl.is

UT Messan


09-02-2012

UT Messan var haldin 9. febrúar og var InExchange meðal þáttakenda.
Heimasíða UT Messunnar

Póstburðargjöld hækka um 7,8%


26-09-2011

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðni Íslandspósts hf. um 7,8% hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar.
Sjá frétt á mbl.is

Familjebostäder in successful e-invoicing project


2011-10-07

AB Familjebostäder have hired InExchange to increase the volume of their incoming e-invoices. In a short time, the project has proven itself successful and a large number of suppliers have already switched to electronic billing.

Claes Norman at Familjebostäder says:

"With InExchange’s services and business model our suppliers can now provide us with e-invoices instead of paper, using a simple and inexpensive method. The project has provided extremely good results in a very short time. 30% of our total invoice volume now consists of Svefaktura and some of our larger suppliers, where we have had problems with traditional EDI - today use Svefaktura.

Both our management as well as our users are very satisfied."

Siemens AB in Sweden choose InExchange


2011-09-15

With operations in more than 40 locations in Sweden and 1500 employees, Siemens AB in Sweden choose to hire InExchange as their VAN-operator for distribution of both e-invoices and paper invoices.

InExchange is growing


2011-08-31

InExchange welcomes four new employees. InExchange have recently recruited both new sales personnel and new developers. Also, InExchange welcome our new financial manager, Anders Jonsson.

New and improved website


2011-06-23

In our continious effort to improve and simplify our communications, InExchange have launched a new website with an improved design and structure.

First Sveorder sent from Nacka kommun


2011-05-18

Nacka kommun have delivered their first Sveorder through InExchange. The first purchase was for a bouquet of flowers from Nacka Strands Blommor. It didn’t take long until the order was received and the purchase was acknowledges as accepted in Nacka kommuns purchasing system Raindance.

Nacka Strands Blommor is only the first of many suppliers to be connected to Nacka through InExchange. Already over a hundred of the suppliers send e-invoices to Nacka kommun. Read more about our services for Procurement.

InExchange is growing


2011-05-10

InExchange is growing rapidly. During April 2011 nearly 500 new customers have decided to join us. The 500 consists of some of the largest companies in Europe as well as a great number of small to medium enterprises.

InExchange have also grown within the company. We would especially like to welcome Lars, Patrik and Petur that have accompanied us the last month, reassuring that our service to the vastly growing amount of customers stays in top shape.

Interconnection agreement with Evenex


2011-02-15

The InExchange Network is constantly growing, which benefits all our customers. Recently InExchange and Evenex signed an interconnection agreement. Working together with Evenex will open borders between Sweden and Denmark. Evenex have a large network of companies and organizations both in public sector in Denmark as well as in the private sector.

Read more about our Interconnection Agreements.