Services

Þjónusta

Við sjáum viðskiptavinum okkar fyrir lausnum sem gera þeim kleift, óháð stærð fyrirtækja þeirra, að senda og móttaka rafræna reikninga. Lausnir okkar eru notaðar af þúsundum fyrirtækja um allan heim. Sú staðreynd gerir okkur kleift að bjóða þær fyrir brot af því verði sem þær myndu kosta ef InExchange starfaði eingöngu á Íslandi.

Að senda rafræna reikninga

 • InExchange Invoice Printer

  eReikningaprentarinn

  eReikningaprentarinn er vinsælasta lausnin hjá viðskiptavinum okkar vegna þess hversu ódýr og öflug hún er. Það tekur aðeins 10 mínútur að setja hana upp. eReikningaprentarann er hægt að nota með nánast öllum viðskiptakerfum.

 • InExchange Integration Service

  Beintenging viðskiptakerfis við InExchange

  Ef viðskiptakerfið þitt býður uppá að gefa út rafræna reikninga er auðvelt að tengjast okkur. Við bjóum upp á öruggar tengingar og fullkominn rekjanleika. Tæknimenn okkar aðstoða ykkur við að finna bestu lausnina.

 • InExchange Web

  Reikningaútgáfa á InExchange vefnum

  Á InExchange vefnum er sölukerfi. Til að nota það þarftu ekkert annað en tölvu með nettengingu. Kerfið er notað af tveimur hópum. Annarsvegar þeim sem gefa út handskrifaða reikninga og hinsvegar þeim sem nota viðskiptakerfi, en gefa út svo fáa rafræna reikninga að þeir kjósa að nota vefinn okkar. Þér býðst að gefa út og senda allt að 100 reikninga, á PDF formi, frítt árlega í gegnum vefinn okkar. Því til viðbótar geturðu sent völdum móttakendum rafræna reikninga án þess að þurfa að greiða fyrir það.

 • InExchange Print Services

  InExchange prentþjónusta

  Með InExchange prentþjónustunni geturðu lækkað kostnað við hefðbundna pappírsreikninga. Við bjóðum þér að senda okkur alla þína reikninga og við sjáum um að senda þá áfram á viðtakendur, á þann hátt sem þeir kjósa. Vegna þess hversu marga reikninga við sendum frá okkur verða burðargjöld þín og prentun ódýrari en ef þú gerir hlutina sjálf(ur).

Að taka á móti rafrænum reikningum

 • InExchange E-Invoice

  Rafrænir reikningar

  Með því að taka á móti rafrænum reikningum getur þú lækkað kostnað þinn verulega. Vinna við skönnun og bókun sparast en enn mikilvægara er samt að áhætta vegna mistaka er lágmörkuð. Sjálfvirk lyklun, meðferð tilvísana og pantananúmera getur að auki gert allt ferlið mun skilvirkara og ódýrara. Sparnaður þinn eykst í hlutfalli við fjölda rafrænna reikninga. Af þeirri ástæðu er mikilvægt fyrir þig að velja þér samstarfsaðila sem getur hjálpað ÖLLUM þínum birgjunum, bæði stórum og smáum, að senda þér reikninga rafrænt.

 • InExchange Invoice validation

  InExchange reikningaprófun

  Það er dýrt fyrir þig að þurfa að hafa samband við útgefendur reikninga til að fá leiðréttingar eða biðja um nánari útskýringar á þeim. InExchange getur létt þér lífið og býður meðal annars uppá gæðaeftirlit á þeim reikningum sem sendir eru til þín. Við getum fylgt því eftir að reikningar til þín séu merktir samkvæmt þínum óskum (t.d. kostnaðarstað eða deildarnúmeri) og komið í veg fyrir að hægt sé að senda þér reikninga sem ekki uppfylla ákveðin skilyrði.

 • InExchange Supplier Activation

  InExchange verkefnastjórnun

  InExchange tekur að sér að stýra innleiðingu rafrænna reikninga. Við höfum unnið með þjónustuaðilum fjölda viðskiptakerfa og höfum því afar góðan skilning á því hvað ber að varast og hvaða aðferðir skila bestum árangri.

 • InExchange Supplier Activation

  Þjónusta við birgjana þína

  Til að birgjarnir þínir geti byrjað að senda þér rafræna reikninga þurfa þeir ódýrar og góðar lausnir, en líka aðstoð. Til að geta veitt hana þarf að hafa góða þekkingu á öllu sem viðkemur rafrænum reikningum og hinum fjölmörgu viðskiptakerfum sem notuð eru á Íslandi. Hluti af þjónustu InExchange er að sjá um þessa vinnu fyrir þig til að gera birgjunum þínum eins auðvelt fyrir og hægt er.