Services Accounts payable

Taka á móti reikningum

Tilgangur rafrænna reikninga er að auka gæði og fækka villum sem fylgja skönnun reikninga. Takmarkið er að eyða pappírsreikningum og spara þannig tíma og pening. Að öllu jöfnu er ekki vandamál að taka á móti reikningum því flest samþættingartól bjóða uppá að lesa inn rafræna reikninga á einhverju af þeim XML sniðum sem skilgrein eru. Þetta er það sem við erum bestir í. Við virkjum birgjana þína. Alla birgjana.

Rafrænir reikningar

Rafrænir reikningar þýða meiri gæði fyrir lægra verð samanborið við skannaða pappírsreikninga. Öll gögn í rafrænum reikningum eru prófuð og koma beint úr viðskiptakerfi birgjanna þinna. Það þýðir að upplýsingarnar í rafrænum reikningi eru traustar og hægt er að bóka þær rafrænt. Það verður engin handavinna við villur sem orsakast af því að tilvísunarnúmer vantar eða lélegum gæðum í skönnun.

Inexchange Accounts Payable

Reikningaprófun

Helstu vandamál við pappírsreikninga eru lítil gæði sem stafa af lélegum skönnunaraðferðum og röngum upplýsingum á reikningnum, þar sem tilvísanir og upplýsingar um viðskiptamanninn eru of oft rangar eða vantar. Þetta getur orðið til þess að kostnaður hækkar vegna aukinna eftirlits- og leiðréttingarvinnu. InExchange stillir saman rafrænum reikningum, sem eru sendir til þín, við lista af þínum viðskiptavinum og tilvísunarnúmerum. Við bjóðum birgjunum þínum einnig uppá að leiðrétta villur og tryggjum að birgjarnir setji inn réttar upplýsingar áður en reikningurinn er sendur. Þessar prófanir útiloka villur og tryggja virkt ferli fyrir viðskiptakröfur. Allir reikningar eru prófaðir og þú getur verið fullviss um að þeir séu réttir. Þegar hægt er að treysta því að gögnin séu rétt þá er hægt að búa til sjálfvirkar reikningabókanir í framhaldinu.

Supplier activation project

Innleiðingastjórnun

Með Innleiðingarstjórnun aðstoðum við þig með því að hafa samband við birgjana þína og aðstoða þá við að senda rafræna reikninga. Einnig bjóðum við upp á alhliða innleiðingastjórnun sem innifeldur verkefnastjórnun, upplýsingagjöf til birgja og árangursmælingu.


Markmið
Við stefnum alltaf á að 100% reikninga séu rafrænir. Reynslan hefur kennt okkur að það er engin ástæða til að setja markið lægra.


Kröfur
Við munum safna saman þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að ná markmiðum þínum við innleiðingu á rafrænum reikningum.


Lausn
Þú þarft að bjóða birgjunum þínum lausn svo hægt sé að senda rafræna reikninga. Þessi lausn þarf að virka sem hvati til að senda rafræna reikninga og vera auðveld í notkun. Okkar lausn uppfyllir þessar kröfur. Við höfum innt af hendi yfir 150 vel heppnaðar innleiðingar og munum með ánægju útvega umsagnir.


Þjónusta fyrir birgjana þína

InExchange er lausn fyrir þig til að ná til allra þinna birgja. InExchange tengslanetið er opið fyrir birgjana óháð því hvaða þjónustuaðila þeir hafa valið. Við vinnum stöðugt að því að stækka tengslanetið okkar, t.d. með reikisamningum við aðra þjónustuaðila. Fyrir birgja sem þurfa viðbótarþjónustu til að senda rafræna reikninga, bjóðum við fjölbreyttar lausnir. InExchange vefurinn var hannaður fyrir birgja sem senda mjög fáa reikninga á hverju ári. Birgjar geta skráð sig á vefinn og sent rafræna reikninga beint frá heimasíðu InExchange. InExchange eReikningaprentarinn gerir birgjunum kleift að senda reikninga á ódýran og áhrifaríkan hátt. Birginn prentar reikninginn úr viðskiptakerfi sínu og notar þennan hugbúnað frá InExchange. Við þýðum gögnin yfir í rafrænan reikning. InExchange samþættingarlausn er hönnuð fyrir birgja sem senda mikið magn af reikningum á hverju ári. Reikningurinn er búinn til í viðskiptakerfi birgjans og sendur beint til InExchange. InExchange villuleitar reikninginn og umbreytir honum, ef þörf er, áður en hann er sendur áfram.