Serive Accounts Receivable

Að senda reikninga

Að senda rafrænan reikning með InExchange er einfalt. Ef þú hefur viðskiptakerfi þarftu bara að setja upp eReikningaprentarann. Ef ekki þá getur þú tengst vefnum okkar og verið samstundis tilbúinn til að senda reikninga. Ávinningurinn er alltaf sá sami, óháð stærð fyrirtækisins. Þú sparar pening, tíma og leggur þitt af mörkum við umhverfisvernd.

InExchange eReikningaprentari

InExchange eReikningaprentarinn is prenthugbúnaður sem er settur upp eins og hefðbundinn prentari. eReikningaprentarinn virkar eins og hefðbundinn prentari, en í stað þess að prenta reikninginn á pappír, þá eru upplýsingarnar sendar til InExchange. Við breytum gögnunum í rafrænan reikning og sendum hann til viðskiptavinarins. Eyddu 10 mínútum í auðvelda uppsetningu á eReikningaprentaranum og við sjáum um afganginn. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.

image description

Beintenging við InExchange

Æ fleiri viðskipta- og bókhaldskerfi geta í dag búið til rafræna reikninga. Ef þú átt slíkt kerfi er afar einfalt að tengja það við InExchange og koma þér þannig í samband við fjöldan allan af viðskiptavinum þínum. Þú getur meira að segja sent InExchange alla þína reikninga og við sjáum um að koma þeim áfram á því formi sem viðtakandinn vill, hvort heldur á pappír eða rafrænu formi.

InExchange vefurinn

Við vinnum stöðugt að því að finna réttu lausnina fyrir hvern og einn viðskiptamann. Hluti af því er veflausnin okkar þar sem hægt er að skrá rafræna reikninga. Þegar þú notar InExchange vefinn þá skráir þú þig inn, skráir reikning og InExchange sendir hann til viðskiptavina þinna. Þetta er einföld leið til að senda rafrænan reikning án þess að nota viðskiptakerfi. Í raun er mun afkastameira að nota InExchange vefinn ásamt InExchange Prentþjónustunni í stað Excel og World til að búa til og prenta reikninga.

InExchange Prentþjónusta

Print ServiceInExchange getur meðhöndlað alla þína reikninga. Auk þess að bjóða uppá eReikningaprentarann, vefinn og samþættingarlausn bjóðum við einnig uppá prentþjónustu. Ef við getum ekki sent reikninginn þinn rafrænt þá einfaldlega prentum við hann út og sendum fyrir þig. Óháð því hvernig viðskiptavinur þinn vill móttaka reikning munum við afhenda reikninginn á hagkvæmasta mögulega hátt. Samhliða prentþjónustunni getum við einnig sent reikninginn í tölvupósti á PDF sniði. Þetta mun lækka póstkostnað þinn verulega.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.